Bræðslan fékk Eyrarrósina

Magni og Áskell Heiðar ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum í dag.
Magni og Áskell Heiðar ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum í dag. mbl.is/Kristinn

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra fékk Eyrarrósina í ár, en það er sérstök viðurkenning, sem veitt er fyrir  framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, afhenti viðurkenninguna á Bessastöðum í dag.

Um er að ræða fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Bræðurnir Áskell Heiðar og Magni Ásgeirssynir tóku við viðurkenningunni fyrir hönd Bræðslunnar. 

Einnig voru Eiríksstaðir í Haukadal og heimildarmyndahátíðin Skjaldborg á Patreksfirði tilnefnd til Eyrarrósarinnar. Fá þessi verkefni 200 þúsund króna framlag. 

Bræðslan hefur verið haldin árlega frá árinu 2004  í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa á Borgarfirði eystra, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. 

Fulltrúar verkefnanna sem tilefnd voru til Eyrarrósarinnar.
Fulltrúar verkefnanna sem tilefnd voru til Eyrarrósarinnar. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert