Hættulegt að aka með kerrur

Þessi hestakerra fauk á hliðina undir Ingólfsfjalli. Myndin er úr …
Þessi hestakerra fauk á hliðina undir Ingólfsfjalli. Myndin er úr safni.

Lögreglan á Selfossi varar ökumenn við því að vera á ferð með kerrur og vagna. Tvær hestakerrur hafa oltið síðustu tólf klukkustundir.

Mjög hvasst er í Árnessýslu. Vindhviður undir Ingólfsfjalli eru að mælast um 26 metra á sekúndu og um 20 m/s á Hellisheiði auk þess sem mjög hvasst er á öðrum stöðum.

Lögreglan segir að það geti valdi mikilli hættu fyrir ökutæki sem er að draga kerrur, auk þeirrar getur þetta valdið mikilli hætti fyrir ökutæki sem flytja slíkar kerrur auk þeirrar hættu sem það geti skapað öðrum vegfarendum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert