Skipað í innflytjendaráð

Íris Björg Kristjánsdóttir
Íris Björg Kristjánsdóttir

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fulltrúa í innflytjendaráð til næstu fjögurra ára.

Nýr formaður ráðsins er Íris Björg Kristjánsdóttir og tekur hún við af Hrannari B. Arnarssyni.

Meginverkefni innflytjendaráðs snúa að aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Ráðið er jafnframt stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun í málefnum innflytjenda.

Innflytjendaráð er skipað eftirtöldum fulltrúum:

Aðalmenn:

  • Íris Björg Kristjánsdóttir, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra,
  • Rósa Dögg Flosadóttir, tilnefnd af dómsmála- og mannréttindaráðuneyti,
  • Helga Ágústsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti,
  • Guðrún Ögmundsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti,
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Tatjana Latinovic, fulltrúi innflytjenda, án tilnefningar.

Varamenn:

  • Algirdas Slapikas, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra, varaformaður
  • Guðmundur Örvar Bergþórsson, tilnefndur af dómsmála- og mannréttindaráðuneyti,
  • Helgi Már Arthúrsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti,
  • Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,
  • Tryggvi Þórhallsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Barbara Kristvinsson, fulltrúi innflytjenda, án tilnefningar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert