„Við sáum þarna þúst“

Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Þór Kjartansson ganga frá eftir leitina ...
Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Þór Kjartansson ganga frá eftir leitina í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. mbl.is/Rax

„Maður er þakklátur, að finna fólkið, svo það þyrfti ekki að hafast þarna við um nóttina,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson, félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hann og þrír félagar hans úr beltaflokki sveitarinnar fundu konu og ellefu ára son hennar á Langjökli í nótt.

Guðmundur Arnar og félagar hans voru á fjórum vélsleðum við leit á Langjökli. Hann segir þá hafa ákveðið að taka hring um svæðið sem síðast var vitað um fólkið á. 

Veðrið var snælduvitlaust, eins og hann tekur til orða, gekk á með éljum og skyggni ekkert á köflum. „Í svona veðri er ekki hægt að tala um hefðbundna breiðleit, heldur þarf maður fyrst og fremst að gæta sín á því hvert maður er að keyra. Eina leiðin til að finna fólk í svona veðri er að keyra beint á það,“ segir Guðmundur Arnar.

„Við reyndum að halda beinni línu og ákveðinni stefnu, eins og hægt var,“ heldur hann áfram að lýsa leitinni. Tveir til þrír metrar voru á milli sleðanna, minna þegar dimmast var en þegar skárra var reyndu þeir að dreifa meira úr sér. Athyglin beindist að því að missa ekki sjónar af næsta sleða og fylgjast með leiðsögutækinu.

Sáum strax hreyfingu

„Við vorum heppnir. Tveir sleðarnir í miðjunni ramba beint á týnda sleðann og hinir fóru rétt framhjá,“ segir Guðmundur Arnar en svo vildi til að hann ók öðrum sleðanum sem stefndi á fólkið.

„Við sáum þarna þúst, en trúðum þessu varla, og þurfum að hemla til að lenda ekki á henni. Við stukkum af sleðunum og sáum strax hreyfingu,“ Guðmundur Arnar. 

Björgunarsveitarmennirnir fóru strax að hlú að konunni og drengnum og koma á fjarskiptasambandi við snjóbíl frá björgunarsveitinni Ársæli sem þeir vissu að var við leit á svipuðum slóðum. Fólkið var sett inn í snjóbílnum og ekið niður í skálann.

„Hún var auðvitað í uppnámi en afskaplega þakklát að við skyldum finna hana,“ segir Guðmundur um viðbrögð konunnar sem er frá Skotlandi.

Var ekki vongóður

Það er mikilvæg stund hjá björgunarsveitarmönnum þegar þeim auðnast að finna fólk á lífi við erfiðar aðstæður. 

„Ég hugsaði mikið um það þegar við vorum að fara þarna upp á jökul hvort fólkið myndi hafa það af yfir nóttina. Maður var ekkert sérstaklega vongóður um að finna það fljótt. Það var mjög tvísýnt orðið með veður og verið að ræða um að fresta leit til morgun, þegar spáð var skárra veðri en veðrið hélt áfram að versna. Það reyndist síðan erfitt að komast með sleðana niður í Skálpanesskála.

Maður gerði það sem maður gat og er bara þakklátur fyrir það að fólkið þyrfti ekki að hafast við þarna um nóttina,“ segir Guðmundur Arnar.

Fólkið fannst rétt inni á Langjökli, við Skálpanesskála.
Fólkið fannst rétt inni á Langjökli, við Skálpanesskála.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
Til sölu Ford Escape jeppi, ben
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...