Munu mæla með aðildarviðræðum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og José Manuel Barroso að loknum fundi í Brussel í febrúarbyrjun.

Reutersfréttastofan hefur eftir embættismanni hjá Evrópusambandinu, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í næstu viku mæla formlega með því að aðildarviðræður hefjist við Íslendinga.

„24. febrúar mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins senda frá sér álit þar sem mælt er með að aðildarviðræður hefjist," hefur Reuters eftir embættismanninum.  Um er að ræða fyrsta fund nýrrar framkvæmdastjórnar en Evrópuþingið staðfesti skipun stjórnarinnar í síðustu viku.

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu á síðasta ári. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fund með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í byrjun febrúar, að ef umsókn Íslands fengi jákvæðar viðtökur á fundi framkvæmdatjórnarinnar yrði hún tekin fyrir á leiðtogafundi Evrópusambandsins í mars. Hún sagði jafnframt, að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið gætu tekið 1-2 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert