Sáttur en raunsær

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is

„Það er lítið hægt að segja um stöðuna annað en það að þessi viðræðulota er ennþá í gangi,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, en samninganefnd Íslendinga átti annan fund sinn með fulltrúum Breta og Hollendinga í London í dag á jafnmörgum dögum.

Spurður hvort menn séu bjartsýnir segir Bjarni réttast að stilla öllum væntingum í hóf. „Ég er hins vegar mjög sáttur við þá samstöðu sem náðst hefur um það með hvaða hætti við höfum unnið að málinu fram til þessa. Málið er í þeim farvegi sem lagt var upp með. Þannig að ég er fullkomlega sáttur við það hvernig staðið hefur verið að málinu og það hefur þróast fram til þessa. Ég er líka mjög raunsær með það að best að vera ekki með of miklar væntingar, en um leið vonast ég til þess að þessi lota skili árangri.“

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í dag kom fram að frekari viðræður yrðu á næstu dögum þó næstu fundir hefðu ekki verið fastsettir. Samkvæmt heimildum mbl.is verður næstu fundur á fimmtudaginn kemur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert