Sólvirkni tekin að aukast á ný

Sjá mátti sólblett númer 1049 neðan við miðbaug sólarinnar í …
Sjá mátti sólblett númer 1049 neðan við miðbaug sólarinnar í dag. Spaceweather.com

Sólvirkni er aftur tekin að aukast eftir nokkuð langt skeið lítillar virkni. „Það er komin svolítil hreyfing og þetta er greinilega að lifna við,“ sagði dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. „Það er ekki mikið sem gengur á ennþá. Það lítur út fyrir að þessi mikla lægð sé yfirstaðin.“

Þorsteinn sagði að sólblettir hafi sést í kringum áramótin. Hann sagði að þetta væri rétt að byrja og sólvirknin langt frá hámarki. Á vefnum Spaceweather mátti sjá í dag mynd af sólinni sem sýndi nýjan sólblett.

Þorsteinn sagði að síðasta ár hafi verið einstakt hvað varðaði litla virkni sólar. Norðurljós hafa sést undanfarin kvöld þar sem hefur verið heiðskírt. Þorsteinn taldi að þau ættu væntanlega eftir að færast í aukana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert