Meðalraunávöxtun lífeyrissjóða 2% síðustu 10 ár

Haft er eftir Bjarna Þórðarsyni, tryggingastærðfræðingi, á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness, að meðalraunávöxtun lífeyrissjóðanna síðustu 10 ár sé um 2%. Bjarni flutti erindi á stefnumótunarfundi á vegum ASÍ á Selfossi um málefni lífeyrissjóðanna þar sem þetta kom fram. 

Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness segir, að þetta sé ekki viðunandi ávöxtun ef litið sé til þeirrar staðreyndar, að áhættulaus ríkisskuldabréf beri raunávöxtun upp á 3,7-4% að meðaltali.

Fram kemur einnig, að niðurstöður úr hópavinnu fyrri fundardagsins á Selfossi í gær hafi verið þær að eindregið ætti að auka lýðræði í stjórnum lífeyrissjóðanna.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert