Skúta sökk í höfninni á Hólmavík

Búið er að ná skútunni á land.
Búið er að ná skútunni á land. Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Engar skemmdir urðu þegar lítil skúta sem lá bundin við bryggju á Hólmavík í sökk þar í fyrrakvöld eða fyrrinótt. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að koma bátnum á land og ætlar eigandinn að nota tækifærið og endurbæta hann  áður en hann verður aftur settur á flot.

Það var vegfarandi á bryggjunni sem gerði eiganda bátsins aðvart um það í gærmorgun að báturinn væri sokkinn, þar sem hann lá bundinn við smábátabryggjuna á Hólmavík. Nokkrir björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að koma bátnum að hafskipabryggjunni, þar sem hann var hífður upp með löndunarkrana eftir að reynt hafði verið að dæla vatni úr honum án árangurs.


Báturinn mun óskemmdur eftir volkið en eigandinn ætlar að nota tækifærið og
mála bátinn og endurbæta, úr því hann er kominn á land. Ekki er kunnugt um
orsök þess að báturinn sökk, en líklegast þykir að sjór hafi safnast fyrir
í honum og ýtt honum niður með þeim afleiðingum að sjór hafi hafi farið að
leka inn um negluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert