80% vilja ekki Jóhannes í Bónus

Bónus er hluti af Högum
Bónus er hluti af Högum mbl.is/Golli

80,1% eru frekar eða mjög andvíg því að Jóhannes Jónsson (Jóhannes í Bónus),starfandi stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að 10% hlut í Högum af Arion Banka. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að Jóhannes Jónsson (Jóhannes í Bónus), starfandi stjórnarformaður Haga, fengi að kaupa allt að 10% hlut í Högum af Arion Banka.

Af þeim sem tóku afstöðu voru í heild 80,1% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 59,1% sem sögðust mjög andvíg, 21,0% sögðust frekar andvíg, 12,9% sögðust frekar fylgjandi og 7% sögðust mjög fylgjandi því að Jóhannes Jónsson fengi að kaupa allt að 10% hlut í Högum.

Lítill munur mældist á afstöðu svarenda eftir kyni, aldri, búsetu og heimilistekjum. Í öllum hópum sögðust yfir 75% vera andvíg því að Jóhannes Jónsson fengi að kaupa allt að 10% hlut í Högum, samkvæmt fréttatilkynningu frá MMR. Þar kemur fram að alls tóku 902 einstaklingar þátt í könnuninni.

Sjá hér 

Jóhannes Jónsson - Jóhannes í Bónus -
Jóhannes Jónsson - Jóhannes í Bónus - Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert