Nýtt Ísland vill loka sendiráðum og lífeyrissjóðum

Liðsmenn samtakanna Nýtt Ísland stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Íslandsbanka …
Liðsmenn samtakanna Nýtt Ísland stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Íslandsbanka í hádeginu

 Nýtt Ísland, sem meðal annars stendur fyrir mótmælum á Austurvelli og fyrir utan Íslandsbanka hefur ýmislegt á stefnuskrá sinni. Svo sem að loka öllum sendiráðum en leitað eftir samstarfi við vinaþjóðir. Öllum lífeyrissjóðum verði lokað nema einum. Afnema eigi styrki til listamanna, háskólum fækkað og forsetaembættið verði lagt niður.  

Samtökin vilja láta reka fjölda ríkisstarfsmanna en á sama tíma verði sett á vinnuskylda fyrir hið opinbera. 

Vilja að fyrirkomulag peningamála verði svipað og á Bermúda-eyjum og krónunni breytt í íslenskan dollar, svo fátt eitt er nefnt sem fjallað er um á vef samtakanna.

„Óskastaða 2010: Gefa út til alheimsins að á Íslandi hafi ríkt almenn spilling í gegnum stjórnmálaflokka og tengdra aðila og því fór sem fór. Við Íslendingar höfum lært af reynslunni með því að vísa stjórnmálaflokkum frá og við höfum náð að setja í grjótið þá aðila sem spiluðu með Ísland sem vogunarsjóði. Lýsa yfir greiðslustöðvun þjóðarinnar meðan við Íslendingar erum að koma okkur saman um hvað og hverjum eigi að greiða, (hvernig við getum greitt)  hvað og hvernig sú greiðsla og gjaldmiðill verður notaður til slíks brúks.


Íslendingar við eigum að bera virðingu fyrir störfum lögreglunnar.

Almenna ókurteisi og dólgslæti við lögreglu á ekki að lýða. Á Íslandi þarf einmitt að byrja á einföldu hlutunum, þ.e.a.s. ef við getum ekki borið virðingu fyrir störfum Lögreglunar. Þá getum við ekki borið virðingu fyrir almennum lögum og reglum, því þarf á  almennum viðhorfsbreytingum til að hér verði byggt upp réttlátara samfélag. Stöndum saman um fulla virðingu fyrir störfum lögreglunnar," segir á vef samtakanna.

Hægt er að lesa nánar um markmið samtakanna hér

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hafa staðið saman að útifundum …
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hafa staðið saman að útifundum á Austurvelli mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert