237 kvartanir til Landlæknis

Frá sjúkrahúsi. ATH myndin er ekki tekin í tengslum við …
Frá sjúkrahúsi. ATH myndin er ekki tekin í tengslum við efni fréttarinnar. Ómar Óskarsson

Á síðasta ári var einn heilbrigðisstarfsmaður sviptur starfsleyfi en tveimur veitt lögformleg áminning. Alls bárust 237 kvartanir til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Algengast var að kvartað væri yfir rangri eða ófullnægjandi meðferð. Kvörtun er ekki skráð nema hún leiði til athugunar af hálfu embættisins.

Samkvæmt Talnagrunni, fréttabréfi embættisins, voru málin misjafnlega umfangsmikil, allt frá samskiptahökrum til alvarlegra mistaka.. 36 kvartanir bárust vegna rangrar eða ófullnægjandi meðferðar, 17 bárust vegna aðgengi að heilbrigðisþjónustu, 17 vegna samskiptaörðugleika við starfsfólk og 16 vegna læknisvottorða. Þá kvörtuðu tólf vegna rangrar greiningar. Athygli vekur að sex kvartanir bárust vegna áfengis- eða lyfjanotkunar heilbrigðisstarfsmanns og þrjár vegna brota á trúnaði.

Sé litið til sérgreina bárust flestar kvartanir vegna heimilislækninga eða 33 og 29 vegna lyflækninga og undirgreina þeirra. Innan Landspítalans var flestum kvörtunum beint að bráða- og slysalækningadeild  eða 15. Geðdeild, kvennadeild og lyflækningadeild fengu hver tíu kvartanir og skurðlækningadeild átta.

Vegna síðasta árs kvarta 45 færri en frá árinu á undan þegar 282 kvartanir bárust. Þá bárust 274 kvartanir til embættisins árið 2007. 

Frekari upplýsingar er að finna í Talnagrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert