Herferð gegn karfa í Þýskalandi

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason Morgunblaðið/Ómar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti  fundi með ýmsum þýskum aðilum í stjórnsýslu, verslun og í sjávarútvegi í tilefni af heimsókn sinni á sjávarútvegssýninguna í Bremen 21.-22. febrúar sl. Þar var meðal annars rætt um karfa en lagt hefur verið upp í herferð gegn karfa á mörkuðum og tók verslunarkeðjan Kaufland karfa úr vöruframboðið sínu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að gullkarfi (sebastes marinus), djúp- og úthafskarfi (sebastes mentella) voru settir á lista yfir fisk í útrýmingarhættu eða í það minnst settar fram spurningar um sjálfbærni veiðanna.

Í framhaldi af þessu sendi ráðherra frá sér yfirlýsingu sem dreift var til söluaðila og sendiráðsins ásamt kynningarblaði með helstu atriðum er snerta veiði á karfa við Íslandsstrendur. Það er aðallega gullkarfi sem er að fara á markað í Þýskalandi en djúpkarfi einnig þó í minna mæli. Að mati Hafrannóknastofnunarinnar er hvorugur þessara stofna í útrýmingarhættu en veiðar á úthafskarfa eru allt annað en sjálvbærar vegna langvarandi milliríkjadeilna nágrannaþjóða.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert