Tveir og hálfur milljarður til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði

Reykjanesbær
Reykjanesbær mbl.is

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta rúmum tveimur og hálfum milljarði,  til sveitarfélaga á þessu ári. Heildarfjárþörf sveitarfélaganna er rúmur fjórir og hálfur milljarður samkvæmt því sem fram kemur um úthlutun ráðgjafarnefndarinnar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Var tekið mið af nýju fasteignamati frá 31. desember við tillögugerðina.

Séu hæstu framlögin tekin eru áætlað að úthluta 251 milljón til Reykjanesbæjar, sem fær hæsta framlagið, 244 milljónum til Akureyrarr, 136 milljónum til Fjarðabyggðar 121 milljón til Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagið Skagafjörður fær 103 milljónir.

Samkvæmt ráðuneytinu verður 60% framlagsins úthlutað fyrirfram frá febrúar og fram í júní og fer uppgjör framlaganna fram með þremur jöfnum greiðslum mánuðina júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Fasteignaská Íslands.

Nánari upplýsingar um úthlutun til einstakra sveitarfélaga er að finna hér.

Upplýsingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hér 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert