Umsókn Íslendinga rædd hjá ESB í dag

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun væntanlega samþykkja umsókn Íslendinga um að hefja aðildarviðræður í dag. Þetta kemur fram á vef írska sjónvarpsins, RTE News. Er þess vænst að samþykki ESB verði staðfest fyrir hádegi en viðræður Íslendinga og ESB gætu tekið langan tíma og reynst erfiðar.

Segir í frétt RTE að Íslendingar hafi sótt um aðild að ESB í fyrra í kjölfar fjármálakreppunnar. Þar kemur fram að aðild að ESB muni ekki aðeins veita Íslendingum stuðning í krafti sameiningar og aðgang að sjóðum ESB heldur einnig geti Íslendingar tekið upp evruna í kjölfarið þó svo að staða gjaldmiðilsins sé erfið um þessar mundir.

Írska sjónvarpið fjallar um Icesave deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um um Icesave-lögin þann 6. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert