150 milljónir til atvinnuátaks

Reykjavíkurborg veitti 150 milljónum í sjóð við gerð síðustu fjárhagsáætlunar, sem ætlað er að ýta undir atvinnuskapandi verkefni. Fyrstu úthlutanir úr sjóðnum standa nú fyrir dyrum. 

Bróðurpartur sjóðsins, eða 80 milljónir, er eyrnamerktur verkefnum sem unnið verður að í samvinnu við Vinnumálastofnun, en þau lúta til dæmis að starfsþjálfun, nýsköpunarverkefnum, sérstöku atvinnuátaki og reynsluráðningu atvinnulausra einstaklinga sem þannig geta fengið vinnu hjá borginni í tvo til sex mánuði. Afgangur sjóðsins er ætlaður öðrum hópum, s.s. ungu fólki og þeim sem ekki hafa bótarétt og fá fjárhagsaðstoð frá borginni.

Þá er hluti fjársins ætlaður nýsköpunarverkefnum fyrir námsmenn og sömuleiðis starfsfólki með fötlun af einhverju tagi.
 
Sem fyrr segir er stutt í fyrstu úthlutanir úr sjóðnum en úthlutað verður úr honum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert