Þjónustusamningur við RÚV til skoðunar

Útvarpshúsið.
Útvarpshúsið. mbl.is/Ómar

Menntamálaráðherra hefur tekið þjónustusamning við Ríkisútvarpið til endurskoðunar, en hann komst á þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag. „Það á eftir að móta þennan samning til að móta þær kröfur sem ríkið setur á RÚV,“ sagði ráðherra á Alþingi í dag.

Í utandagskrárumræðu um málefni RÚV benti Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, á að í þriðju grein samningsins kemur fram að RÚV eigi að bjóða upp á svæðisbundnar útsendingar. Þær verða hins vegar lagðar af þó enn starfi svæðisstöðvarnar. Katrín sagði ljóst í samningnum sé skýr afstaða um mikilvægi svæðisbundinna útsendinga. Það þurfi því að fara yfir þetta sérstaklega.

Málshefjandi var Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarlokks. Hann gagnrýndi mjög niðurskurð RÚV á landsbyggðinni, og sagði grafalvarlegt ef það sé rátt að ákvarðanir útvarpsstjóra fari gegn gildandi þjónustusamningi. Hins vegar fagnar hann að samningurinn verði tekinn upp og sagði mikilvægt að hlutverk RÚV verði ekki rýrt í þeim viðræðum.

Katrín sagði að fyrst og fremst verði að ná sátt um það hlutverk sem RÚV á að sinna. Því þurfi að skilgreina þá almannaþjónustu sem gerð er krafa um. Nefndi hún í því sambandi deilur um hvort rekstur Rásar 2 sé almannaþjónusta. Sjálf sagði Katrín telja svo, enda ekki á annarri útvarpsstöð spilað jafn mikið af nýrri íslenskri tónlist. Katrín bætti við að taka þurfi þá umræðu milli ráðuneytis, RÚV og Alþingis.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert