Telja litlar líkur á samkomulagi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Íslandi
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Íslandi Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Litlar líkur eru á að Íslendingar, Hollendingar og Bretar nái samkomulagi í Icesave-deilunni samkvæmt ritstjórnargrein sem birtist í hollenska viðskiptablaðinu Financiee dagblad í dag.

Þar kemur fram að Hollendingar og Bretar ætli ekki að bjóða Íslendingum betri kjör en gert var í tilboðinu sem Íslendingar höfnuðu fyrr í vikunni.  Enda virðist sem Íslendingar engan hug á að ná samkomulagi og því sé þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin frá 30. desember óhjákvæmileg. Er dálkahöfundur sannfærður um að Íslendingar muni hafna lögunum.

Áhrifin séu verst fyrir Íslendinga sjálfa. Á Íslandi ríki djúpstæð pólitísk kreppa og efnahagur landsins, sem sé afar veikburða fyrir, muni versna enn frekar.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og hin norrænu ríkin íhugi að hætta fjárhagslegum stuðningi við Ísland og Evrópusambandið hljóti að íhuga hvort Ísland eigi að fá aðild að bandalaginu.

Telur blaðið að ástæðan fyrir því að Íslendingar velji að fara þessa leið sé mögulega niðurstaða viðvaninga í stjórnmálum og  stolt víkinga. Annar möguleiki sé að Íslendingar trúi því að þeir séu í betri samningsstöðu ef heimurinn fái að sjá að Bretum og Hollendingum hafi mistekist að knésetja dvergríkið.

En blaðið segir að viðhorf Íslendinga eigi sér rót í vonbrigðum og reiði. Ekki einungis út í reiði í garð íslensku fjármálasnillinganna heldur einnig eftirlitsaðila í Hollandi og Bretlandi.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert