Óbreytt umboð íslensku samninganefndarinnar

Seint í gærkvöld var ljóst að til beggja vona gæti brugðið í Icesave-viðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga. Lee Buchheit, bandaríski sérfræðingurinn sem fer fyrir íslensku viðræðunefndinni, mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hafa metið stöðuna svo að fullt tilefni væri fyrir Íslendinga að vera á tánum.

Hluti samninganefndarinnar kom heim til Íslands á föstudag og fundaði með formönnum stjórnmálaflokkanna en fór aftur utan á laugardag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umboð nefndarinnar óbreytt og engin ákvörðun hefur verið tekin um tilslakanir.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir óformleg samskipti Íslendinga og Breta hafa farið fram í Lundúnum um helgina. „En það hefur enginn fundur verið og ekkert verið ákveðið í þeim efnum."

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert