Setur lóð í London á sölu

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Kaupþing banki hefur ráðið ráðgjafarfyrirtækið CB Richard Ellis til að sjá um sölu á lóð, þar sem áður var Middlesex-sjúkrahúsið, í miðborg London, samkvæmt frétt frá bankanum.

Kaupþing banki hefur verið í samstarfi við breska fasteignaþróunarfélagið Stanhope undanfarna átta mánuði við að greina valkosti í tengslum við lóðina sem staðsett er í West End í London. Lóðin býður upp á tæplega 84 þúsund fermetra byggingarétt.

„Í ljósi þess hversu markaðurinn hefur tekið vel við sér og vegna áhuga fjölda fjárfesta á lóðinni hefur skilanefnd Kaupþings nú tekið þá ákvörðun að setja lóðina í formlegt söluferli,“ segir í tilkynningunni.

„Á Middlesex-sjúkrahússlóðinni er samþykkt skipulag fyrir tæplega 84 þúsund fermetra íbúðar- og skrifstofuhúsnæði hannað af MAKE arkitektum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert