Gagnrýna áform um upplýsingasöfnun um netnotkun

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir hugmyndir um að hefja upplýsingasöfnun ríkisins um netnotkun landsmanna við fyrirhugaða endurskoðun höfundarréttarlaga til að kortleggja umsvif ólöglegs niðurhals á netinu.

Segir Heimdallur í ályktun, að það  leysi engan vanda að opinberir starfsmenn taki það að sér að kortleggja netið og netnotkun landsmanna. 

„Áform ráðherrans verða enn síður traustvekjandi þegar rifjað er upp að forystumaður sama flokks nefndi þá hugmynd ekki fyrir alls löngu að komið yrði á fót netlögreglu til að sinna eftirliti á vefnum. 

Rétthafar hugverka vilja meina að þeir verði af miklum tekjum vegna ólöglegrar dreifingar á netinu. Í stað þess að ganga á varhugaverðan hátt á friðhelgi einkalífs almennings, væri nær að leita leiða til að gefa fólki tækifæri til að sækja sér efni á netinu á löglegan hátt með því að greiða fyrir það. Kortlagning stjórnvalda á netnotkun landsmanna er í það minnsta ekki rétta leiðin," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert