Búið að loka Friðriki V.

Friðrik V. í Gilinu á Akureyri.
Friðrik V. í Gilinu á Akureyri. Hjálmar S. Brynjólfsson

Friðrik V., sá kunni veitingastaður í Gilinu á Akureyri, er hættur starfsemi. Stofnendur staðarins og meirihlutaeigendur, Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir, tilkynntu þetta á starfsmannafundi í gærkvöldi.

„Ástæðan er einfaldlega sú að við sjáum ekki rekstrargrundvöll á sömu forsendum og hingað til,“ sagði Friðrik í samtali við við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði möguleika á því að draga úr gæðum staðarins en sú hugmynd hugnist þeim hjónum ekki.

Friðrik og Arnrún opnuðu staðinn fyrir níu árum við Strandgötu og fluttu starfsemina í gamalt, nýuppgert hús við Kaupvangsstræti árið 2007. „Við höfum orðið vör við talsverðan samdrátt fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og sjáum ekkert í stöðunni sem bendir til þess að hlutirnir muni lagast hér í bænum á næstu misserum. Þess vegna teljum við það ábyrga ákvörðun gagnvart starfsfólki okkar og birgjum að hætta núna ,“ sagði Friðrik.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert