Vildi skýr svör um þjóðaratkvæði

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti því yfir á Alþingi í dag, að stjórnarandstaðan myndi greiða atkvæði gegn hverskonar tillögum á Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardag yrði blásin af. 

Krafðist Bjarni skýrra svara frá Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, um málið. Steingrímur sagði að engum manni dytti í hug að fara fram með mál um afnám eða frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar í ágreiningi. Hins vegar væri líklega tæknilega mögulegt að fresta atkvæðagreiðslunni allt fram á föstudagskvöld.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði algerlega brugðist því hlutverki sínu, að veita þjóðinni leiðsögn og skýr svör varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sagðist Bjarni að þinginu og íslenskum almenningi væri gróflega misboðið vegna þessarar framkomu stjórnvalda.

Steingrímur sagði, að leysa þyrfti þetta mál jafnvel þótt menn segðu nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Hann sagðist hafa verið þeirrar skoðunar að það hefði orðið Íslandi skaðlegt og dýrt hve lengi það hefur verið í vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert