Ný stefna felldi Glitni

Lárus Welding.
Lárus Welding. Kristinn Ingvarsson

Eftir að nýir eigendur FL Group náðu undirtökunum í Glitni varð alger stefnubreyting í rekstri bankans. Áform fyrri stjórnar um varfærna lánastarfsemi og hægari vöxt voru sett til hliðar og seglin þanin.

Stjórnendum Glitnis hafði tekist að hægja á útlánavexti hans á síðari hluta árs 2006 og í byrjun 2007. Eftir að FL Group náði undirtökum í bankanum og réð Lárus Welding sem bankastjóra tóku útlán bankans mikinn kipp og jukust um 190 milljarða sumarið 2007. Nú átti Glitnir að vaxa í gegnum erfiðleikana, sem voru þá þegar hafnir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Haustið 2007 réðust Glitnismenn í mikla kynningarherferð um allan heim. Um miðjan desember 2007 kynnti Lárus Welding fjárfestum áætlanir stjórnar bankans um að stækka lánabókina margfalt, úr 17,6 milljörðum evra í 44,3 milljarða 2009.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert