Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel. AP

Þingmenn á Evrópuþinginu lýstu í dag áhyggjum af því hve fáir Íslendingar vildu að landið gangi í Evrópusambandið. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins.

Þar kom fram að skoðanakannanir bentu til þess að aðeins þriðjungur Íslendinga væri fylgjandi aðild. Þetta kom fram í umræðum í nefnd Evrópuþingsins í dag er Stefan Füle, stækkunarstjóri, ESB, ræddi aðildarumsókn Íslendinga. Füle sagði að aðild Íslands myndi styrkja ESB við að halda á lofti mannréttindum og lýðræði í heiminum.

Hann sagði og að lega Íslands myndi styrkja sambandið á mikilvægu hafsvæði. Stækkunarstjórinn benti einnig á að Ísland væri aðili að innri markaði ESB og aðild hefði ekki í för með sér mikil  áhrif á stefnu sambandsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert