Fá ekki að skoða afþreyingarvefi

Húsasmiðjan
Húsasmiðjan mbl.is/Ómar

Tekin hefur verið ákvörðun um að takmarka aðgang starfsmanna Húsasmiðjunnar, Blómavals, Ískrafts og H.G. Guðjónssonar að afþreyingarsíðum á  netinu.

Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir markmið breytingarinnar vera að auka þjónustu við viðskiptavini, með því að koma í veg fyrir að afþreyingarsíður trufli starfsmenn við að þjónustu viðskiptavini. Hann segist gera ráð fyrir að starfsmenn sýni ákvörðuninni skilning.

Jafnframt hefur verið tekið upp hvatakerfi í áðurnefndum fyrirtækjum, sem mun geta falið í sér umtalsverðan ábata fyrir starfsfólk ef vel tekst til í sölumennsku og þjónustu, að því er segir í tilkynningu til starfsmanna fyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert