Stöðnun blasir hvarvetna við

Miðstjórn Samiðnar lýsir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála, aðgerðarleysi stjórnvalda og þá stöðnun sem við blasi hvarvetna í íslensku samfélagi. 

Þetta kemur fram í ályktun, sem miðstjórnin samþykkti í dag. Er þar lýst fullri ábyrgð á hendur Alþingi, sem hafi ekki valdið sínu hlutverki, hvorki stjórn né stjórnarandstaða.

Miðstjórnin skorar á alþingismenn að láta hagsmuni fólksins í landinu ganga fyrir og lýsir vantrausti á þá alþingismenn sem spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar sér til framdráttar. Ef ekki næst samstaða á Alþingi á næstu dögum um markvissar aðgerðir til að bregðast við vaxandi erfiðleikum fjölskyldna og fyrirtækja þá verður að stokka upp á nýtt," segir meðal annars í ályktun Samiðnar. gerðum sínum."

Ályktun Samiðnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert