Í 26 mánaða fangelsi fyrir að aka á lögreglubíl

Bílinn endaði inn á plani hjá lögreglunni við Hverfisgötu.
Bílinn endaði inn á plani hjá lögreglunni við Hverfisgötu. mbl.is/Heiðar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 36 ára karlmann, Hörð Þráinsson, í 26 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal fyrir ofsaakstur og að aka á lögreglubíl í júní á síðasta ári. Dómurinn var kveðinn upp 19. febrúar sl., en hefur ekki enn verið birtur manninum. Lögmaður hans segir áfrýjun dómsins enn í skoðun.

Maðurinn ók jeppa á útkeyrsluhurðar á Slökkvistöð höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð í Reykjavík í júní í fyrra en hann hafði áður hótað að skaða lögreglumenn eða opinbera starfsmenn. Hann reyndi m.a. að aka inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð.

Reynt var að stöðva manninn við Skógarhlíð, en það tókst ekki. Eftir að hafa ekið á hurðirnar ók maðurinn á miklum hraða eftir Bústaðavegi. Þar reyndi sjúkrabíll að stöðva manninn en hann hélt áfram eftir Snorrabraut, þar sem hann ók á bíl á leiðinni, og að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem lögreglubíll ók á bílinn og stöðvaði hann.

Maðurinn sem er á fertugsaldri var sakfelldur fyrir sakfelldur fyrir sérlega hættulega tilraun til líkamsmeiðingar, en hann ók um götur höfuðborgarinnar á ofsahraða undir áhrifum áfengis og vímuefna. Einnig var hann sakfelldur fyrir fíkniefnabrot en hann lagði stund á kannabisræktun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert