Ísland getur vel borgað skuldina

Jan Kees de Jager.
Jan Kees de Jager.

Það er ekki til umræðu hvort Ísland eigi eða eigi ekki að greiða Bretum og Hollendingum það tjón sem þeir urðu fyrir vegna Icesave-reikninga Landsbankans sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, við hollenska útvarpið RTLZ. „Ísland hefur alla burði til að standa undir skuldum sínum," sagði ráðherrann.

Dow Jones fréttaveitan segir að Íslendingar hafi um helgina hafnað með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samkomulagi um að Ísland endurgreiði Hollendingum og Bretum samtals 3,9 milljarða evra á næstu 14 árum með 5,5% vexti. 

„Það eru engar umræður um hvort Ísland eigi að endurgreiða féð," sagði de Jager við RTLZ.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert