26% samdráttur í sölu á tóbaki í janúar og febrúar

Sala á sígarettum hefur dregist saman um 26% það sem …
Sala á sígarettum hefur dregist saman um 26% það sem af er ári. mbl.is

Mikill samdráttur hefur orðið í sölu á sígarettum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Salan nam tæplega 170 þúsund kartonum sem er 26,2% minna en í sömu mánuðum í fyrra.

Hafa ber í huga að talsverð söluaukning varð í desember, sem bendir til þess að reykingamenn hafi hamstrað tóbak áður en verðið hækkaði. Söluaukningin í desember getur þó alls ekki skýrt mikinn samdrátt það sem af er þessu ári. Um áramót hækkaði tóbaksgjald um 10% og virðisaukaskattur hækkaði um 1 prósentustig.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert