Fjárhættuspil fyrir börn

Ásthildur Bragadóttir keypti 1000 króna gsm inneign fyrir dóttur sína í þeirri trú að hún gæti einungis eytt fyrrnefndri upphæð. Það kom henni því töluvert á óvart að fá um 6.300 króna símareikning eftir að dóttir hennar tók þátt í sms-leik þar sem fullyrt var að tíunda hvert sms hlyti vinning. Klukkutími líður áður en gjaldfært er af gsm inneigninni og gat dóttirin því sent fjölda sms skilaboða, sem hvert kostar 149 krónur áður en inneignin tæmdist. 

 Ásthildur segir einskonar fjárhættuspil fyrir börn og auglýsingar beinist að þeim.

ATHUGASEMD frá D3 sett inn klukkan 15:50

„D3 sér um viðkomandi leik fyrir Elko sem og mörg önnur fyrirtæki í landinu, en D3 er stærsti þjónustuaðili virðisaukandi þjónustu fyrir farsíma.
 
Það vandamál sem lýst er í nýtilkominni frétt um að viðskiptavinir með frelsi geti stofnað til skuldar, er aðeins að hluta rétt. Hjá öllum símfyrirtækjum (Síminn / Vodafone / Nova) fyrir utan Tal er ekki hægt að taka þátt nema að inneign sé til staðar. Viss vandamál hafa verið viðvarandi hjá Tali varðandi að staðfesta stöðu inneignar á rauntíma og höfum við skoðað þetta með starfsfólki Tals. Tæknileg vandamál eru á ábyrgð Tals og því getur D3 ekki lagfært vandann. Við höfum bent þeim á að við teljum ekki rétt að senda reikning á viðskiptavini þeirra þegar svona mál koma upp, þar sem viðskiptavinurinn er að tryggja sig fyrir því að reikningar fari ekki yfir ákveðna upphæð. Í mörgum tilfellum eru foreldrar að skammta börnum sínum frelsisnotkun og telja sig örugga um að notkunin fari ekki fram úr hófi.
 
Viljum við einnig koma því á framfæri að það er ekki ætlun D3 eða samstarfsaðila okkar að vera með svokölluð „fjárhættuspil“ fyrir börn.
Við teljum þetta vera skemmtilega leið til að markaðssetja vöru og gefa fólki tækifæri á að vinna sér inn áhugaverða glaðninga. D3 leggur sig fram við að kynna vel hvað felst í þátttöku t.d. með því að birta alltaf verð á leikjum, hverjar líkurnar eru á að vinna og hver vinningurinn er. Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar átti sig á formi leiksins.
 
Einnig hvetjum við foreldra til að útskýra fyrir börnum sínum svona þjónustur, þá er átt við þjónustur sem eru á yfirverði, svokallaðar virðisaukandi þjónustur, þar sem gífurleg aukning er á framboði slíkrar þjónustu í dag t.a.m kosningar fyrir Eurovision, styrktarlínur fyrir Rauða Krossinn o.s.frv.
 
Varðandi SMS sem viðkomandi fékk, þar sem leikur er auglýstur þá er skýringin sú að þeir sem taka þátt í SMS leikjum fara í SMS Klúbb og því fá þeir af og til SMS um leiki sem þessa. Þetta er tekið fram á öllum auglýsingum svo að fólk viti af þessu. Ef fólk vill afskrá sig úr SMS klúbbnum  getur það haft beint samband við okkur eða við símfyrirtæki sitt og óskað eftir að vera afskráð. Þegar við fáum ósk um afskráningu þá setjum við viðkomandi farsímanúmer á lista frá okkur og í framhaldi fær viðkomandi ekki SMS frá okkur. Ef viðkomandi vill afskrá sig er hægt að senda okkur vefpóst ásms@d3.is .
 
Eftir þessa frétt höfum við sent bréf á Tal og lýst því yfir að við munum loka fyrir aðgang viðskiptavina þeirra að þjónustum okkar ef þeir ná ekki að lagfæra þennan vanda. Við höfum veitt þeim nokkurra daga frest til þess og  samkvæmt nýfengnum upplýsingum þá eru þeir komnir með sitt tæknifólk í málið og vinna nú að því að endurbæta kerfið.
 
Við vonum að þetta varpi réttu ljósi á þessa ferla og leiðrétti þann misskilning að öll frelsisnúmer geti stofnað til skuldar og að þetta geti kallast „fjárhættuspil“ fyrir börn," segir í athugasemd frá D3.

Athugasemd frá Tali sett inn 11. mars kl. 16:50

Varðandi frétt sem birt var á mbl.is þann 10.mars „Fjárhættuspil fyrir börn“, vill Tal koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Tal hefur um langt skeið leitað leiða til að loka fyrir þjónustu á borð við þá sem D3 býður viðskiptavinum upp á. Frá og með gærdeginum hefur Tal, eitt fjarskiptafyrirtækja,  ákveðið að hætta með öllu samstarfi við D3 og gert viðeigandi ráðstafanir þess efnis.

Það er rétt sem fram kemur að upp hafa komið tæknileg atvik varðandi stöðu frelsis -inneignar á rauntíma, en þau mál eru í vinnslu.

Um leið og Tal harmar þetta tiltekna atvik fagnar fyrirtækið því að viðskiptavinir Tals geti héðan í frá verið vissir um að vera ekki gjaldfærðir vegna þjónustu D3.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...