Fá bætur vegna illrar meðferðar

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13.30 í dag til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn.

Frumvarpið kveður á um bætur til fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu, Heyrnleysingjaskólanum, Bjargi, Kumbaravogi, Reykjahlíð, Silungapolli, Jaðri, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins, hafi þeir hlotið varanlegan skaða af illri meðferð eða ofbeldi á heimilunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert