Staðfesting á tjóni vistmanna

Bárður R. Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, segir að það hafi orðið einróma niðurstaða á fundi hjá samtökunum í gærkvöldi, að fallast á þá niðurstöðu sem ríkisstjórnin hefur náð um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík og öðrum heimilum á vegum hins opinbera.

Ríkisstjórnin samþykkti í dag lagafrumvarp um sanngirnisbætur fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu, Heyrnleysingjaskólanum, Bjargi, Kumbaravogi, Reykjahlíð, Silungapolli, Jaðri, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu geta bæturnar numið allt að sex milljónum króna hafi r hlotið varanlegan skaða af illri meðferð eða ofbeldi á heimilunum. Verða bæturnar skattfrjálsar.

Bárður sagði, að hann upplifði þessar bætur sem staðfestingu á því tjóni, sem drengirnir í Breiðavík urðu fyrir þótt hann hefði gjarnan viljað að bæturnar væri hærri. 

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði þegar hún kynnti frumvarpið á blaðamannafundi í dag, að hún vonaði að með þessari niðurstöðu væri gert upp þann svarta kafla, sem vistheimilin voru.

Jóhanna Sigurðardóttir kynnir frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna á …
Jóhanna Sigurðardóttir kynnir frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna á ríkisheimilum. mbl.is/Ernir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert