Íslandsmót iðn- og verkgreina í Smáralind

Málarar öttu kappi í dag.
Málarar öttu kappi í dag. Ómar Óskarsson

Íslandsmót iðn- og verkgreina hófst í Vetrargarðinum í dag og heldur áfram á morgun, en þar etja kappi 150 manns, allt ungt fólk sem ýmist eru nemar eða nýútskrifaðir sveinar í sínu fagi. Keppt er í yfir 20 faggreinum auk þess sem fleiri greinar eru með sýningar á aðferðum og tækni. 

Að sögn talsmanna Skills Iceland, sem er samstarfsverkefni atvinnulífs og skóla, er Íslandsmót iðn- og starfsgreina 2010 einstakur viðbruður því keppnin í ár er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi. Sjaldan hefur gefist jafn gott tækifæri til að kynnast jafn mörgum starfsgreinum á sama tíma, en markmið keppninnar er einmitt fyrst og fremst að vekja athygli almennings og þá sérstaklega ungs fólks á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum. 

Auk þess er mótið gott tækifæri fyrir ungt fólk til að sýna fram á færni sína og kunnáttu í iðn- og verkgreinum, að því er segir í lýsingu Skills Iceland. „Þau takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni þeirra, skipulagshæfileika og fagmennsku.“

Töluverður mannfjöldi fylgdist með mótinu í dag þar sem m.a. var keppt í skrúðgarðyrkju, bifvélavirkjun, nuddi, kjólasaumi, kjötiðn og pípulagningum. Keppnin heldur svo áfram á morgun frá kl. 15:30 til 18:00. 

Skrúðgarðyrkja
Skrúðgarðyrkja Ómar Óskarsson
Hárgreiðsla
Hárgreiðsla Ómar Óskarsson
Snyrting og rafnudd
Snyrting og rafnudd Ómar Óskarsson
Kepp var í bifvélavirkjun í Smáralindinni í dag.
Kepp var í bifvélavirkjun í Smáralindinni í dag. Ómar Óskarsson
Pípulagnir
Pípulagnir Ómar Óskarsson
Tækniteiknun með inventor
Tækniteiknun með inventor Ómar Óskarsson
Kjötiðn
Kjötiðn Ómar Óskarsson
Rafsuða
Rafsuða Ómar Óskarsson
Bílamálun (sérmálun)
Bílamálun (sérmálun) Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert