Um 160 manns í jeppaferð yfir hálendið

Hluti hópsins, sem er að leggja af stað á hálendið.
Hluti hópsins, sem er að leggja af stað á hálendið. mbl.is/Ómar

Um 160 félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 eru um það bil að leggja af stað í tæplega 90 jeppum í fjögurra daga ferð yfir hálendið. Ferðina nefna þeir í hjólfar aldamótanna með skírskotun til þess að árið 2000 hófu þeir ferðina, en gátu ekki lokið henni vegna krapa og bleytu.

Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins, segir að í dag verði ekið inn í Nýjadal. Á morgun verði farið inn í Sigurðarskála og Dreka, austan megin við Vatnajökul. Síðan verði ekið þaðan austur á hérað og Egilsstaði og fjórða daginn farið aftur suður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert