Hið sorglega dæmi frá Íslandi

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn.
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn. SEBASTIEN PIRLET

„Við erum öll sammála um að bankakreppa á við kreppuna á Íslandi má ekki eiga sér stað aftur,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í ræðu á ráðstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), í gær. Á ráðstefnunni var fjallaði um regluverk sambandsins á fjármálamarkaði.

Strauss-Kahn sagði að Evrópusambandið þyrfti að endurskoða reglur sínar varðandi fjármálamarkaðinn. Hann talaði um að hið „sorglega“ dæmi Íslands sem ætti ekki að skrifa á reikning þess að fjármálafyrirtæki gætu starfað á einum markaði í mörgum löndum, heldur væru gallar á reglunum sem fælust í því að heimaríki ættu að hafa eftirlit með viðkomandi fyrirtæki.

„Vandamálin við eftirlit heimaríkja eru mörg, sérstaklega þegar eftirlitið stenst ekki trúverðugleika, gangverkið er ekki framkvæmanlegt vegna sameiginlegrar ábyrgðar. Við höfum upplifað að þetta stuðlar ekki endilega til samvinnu á krepputímum og eykur á vandamálið sem kalla má „of stórt til að bjarga“ sagði Strauss-Kahn.

Ræða Strauss-Kahn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert