Markvisst tafið fyrir jarðvarmaborunum

Ólafur Flóvenz.
Ólafur Flóvenz. Arnaldur Halldórsson

Hópur manna í samfélaginu leggur sig fram um að koma í veg fyrir frekari rannsóknir á jarðvarma vegna andstöðu þeirra við álver, að sögn Ólafs Flóvenz, forstjóra Íslenskra orkurannsókna.

„Við vitum mikið um svæðin sem um ræðir og líkurnar á að þar finnist jarðhiti. En til að geta staðfest að hann sé fyrir hendi og nóg af honum verður að bora. Þessar tafir eru ekki nema að litlu leyti spurning um skort á fjármunum. Ástæðan er að beitt er alls kyns reglum og ákvæðum, bæði að hálfu ríkisvaldsins og í sveitarfélögum, sem valda því að rannsóknir tefjast og stranda.“

Ársfundur ÍSOR var haldinn í gær og flutti Ólafur þar erindi um starfsemi fyrirtækisins á árinu 2009. Hann varar við því að sáralítil hreyfing hafi verið í orkumálunum um langt skeið og þessi þróun geti orðið Íslendingum afar dýrkeypt. Verktakar séu að selja úr landi ýmsan dýran búnað sem þyrfti að nota við tilraunaboranir eftir jarðvarma, fjöldi starfa sé í húfi, ekki síst hjá verktökunum. Svo geti farið að fólk með menntun og reynslu á þessu sviði flytji úr landi ef það fái engin verkefni hérlendis.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert