Jón Daníelsson: Ísland stendur betur heldur en talið var

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Kristinn Ingvarsson

Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics segir að Ísland sé að koma betur út úr kreppunni heldur en hægt var að ímynda sér fyrir átján mánuðum síðan. Hann segir það koma á óvart hversu litlar skuldir íslenska ríkisins séu miðað við önnur ríki í efnahagserfiðleikum. Þar skipti miklu hvernig var  brugðist við á alþjóðavísu varðandi varnir gegn efnahagshruni heimsins.

Jón er ekki sannfærður um að Íslendingar þurfi á frekari lánum að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta kom fram í máli Jóns í Silfri Egils í dag.

Pólitískt vantraust á Íslandi veldur því að Ísland nýtur ekki lánstrausts á erlendum mörkuðum. Ekki skuldsetning íslenska ríkisins, segir Jón í samtali við Egil Helgason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert