Þyrla á leið að gosinu

í Fljótshlíð, horft til Eyjafjallajökuls.
í Fljótshlíð, horft til Eyjafjallajökuls.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið að Eyjafjallajökli með jarðvísindamenn til að mæla hvar gosið í jöklinum er. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda upplýsingar til að gosið sé á vesturhluta jökulsins en beðið er nánari staðfestingar á því.

Ekki hafa komið fram neinir vatnavextir á mælitækjum Veðurstofunnar enn sem komið er. Þá hefur gosórói ekki komið fram á mælum stofnunarinnar.

Veðurstofan hefur varað flugvélar við hugsanlegum gosmekki frá gosinu í Eyjafjallajökli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert