Litlar breytingar á gosstöðvunum

Virkni eldgossins hafði lítið breyst frá því í morgun þegar flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF í eftirlitsflug í kvöld yfir gösstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi með hóp vísindamanna frá Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands.

Í kvöld voru 10 virkir kvikustrókar á gossprungunni, sex aðalstrókar og fjórir minni. Sterkustu strókarnir rísa í allt að 100 til 150 metra hæð yfir sprunguna. Gossprungan hefur styst frá því í morgun og er um 300-500 metrar á lengd. Hraun hefur runnið um 1 km til norðausturs frá sprungunni en ekki tókst að kanna hraunrennsli til norðvesturs vegna aðstæðna yfir gosstöðvunum. Sáralítill gösmökkur er frá gosinu.

Almannavarnanefnd í Rangárvallasýslu mun funda klukkan níu í fyrramálið og meta stöðuna og verður svo að öllum líkindum flogið yfir svæðið enn á ný um hádegisbil. Íbúar þeirra fjórtán bæja sem enn eru rýmdir gista flestir í  Drangshlíð í nótt en þar er rekin ferðaþjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert