Staðfestur tími kl. 16

Icelandair Boeing 757
Icelandair Boeing 757

Keflavíkurflugvöllur hefur staðfest að flugvélar Icelandair, sem hafa beðið síðan verkfall flugvirkja hófst, fara í loftið kl. 16 í dag. Frumvarp sem bindur enda á verkfall flugvirkja er nú til meðferðar í þinginu. Búist er við að það verði afgreitt sem lög um eða eftir kl. 15.

Flugvélarnar sem eiga að fara í loftið kl. 16 fara til Stokkhólms, Parísar, Kaupmannahafnar, Manchester og London. Vélarnar áttu að fara í loftið snemma í morgun, en fóru ekki vegna verkfallsins.

Samkvæmt frumvarpinu er verkfallið bannað til 30. nóvember nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert