Stefnt að flugi síðdegis

Icelandair Boeing 757
Icelandair Boeing 757

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi  frumvarp til laga um bann við verkfalli Flugvirkjafélags Íslands, og jafnframt tilkynnt að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi strax í dag.

Í framhaldi af því hefur Icelandair ákveðið að stefna að því að hefja flug síðdegis í dag um klukkan 16, þó endanlegar ákvarðanir um það verði ekki teknar fyrr en Alþingi hefur lokið meðferð sinni, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.

Um tvö þúsund farþegar bíða nú eftir flugi og Icelandair leggur áherslu á að hefja starfsemi eins fljótt og unnt er.

Farþegar eru hvattir til þess að mæta til flugs tveimur klukkustundum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert