Ætla að hitta forustu SA

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ætla að hitta forustu Samtaka atvinnulífsins að máli klukkan 13 í dag vegna yfirlýsinga framkvæmdastjóra þess um að stjórnvöld hafi rofið stöðugleikasáttmálann svonefnda með samþykkt frumvarps um breytingar á stjórn fiskveiða á Alþingi í gær.

Þetta kom fram á fundi oddvita stjórnarflokkanna með blaðamönnum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Haft var eftir Jóhönnu í fréttum Ríkisútvarpsins, að þessi afstaða SA væri óskiljanleg og að Landssamband íslenskra útvegsmanna yrði að gera sér grein fyrir því að engin sátt væri um núverandi fyrirkomulag á stjórn fiskveiða.

Frumvarpið, sem nefnt hefur verið skötuselsfrumvarpið, gerir m.a. ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherra geti úthlutað viðbótaraflaheimildum í skötusel gegn gjaldi á næstu tveimur fiskveiðiárum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert