Hittu ráðherra að máli

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdatjóri SA og Vilmundur Jósefsson, formaður samtakanna, koma …
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdatjóri SA og Vilmundur Jósefsson, formaður samtakanna, koma í Stjórnarráðið í dag. mbl.is/Golli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins gengu í dag á fund forsætisráðherra og fjármálaráðherra til að útskýra þá afstöðu samtakanna, að með samþykkt svonefnds skötuselsfrumvarps á Alþingi í gær hafi stjórnvöld rofið stöðugleikasáttmálann, sem gerður var á síðasta ári.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í dag að þessi afstaða samtakanna væri óskiljanleg.

Samtök atvinnulífsins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 14 þar sem fjallað verður um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert