Hrafnseyrarheiði ófær

Vegir eru auðir um allt sunnanvert landið, frá Höfn og vestur á Snæfellsnes. Á Vestfjörðum er orðið ófært yfir Hrafnseyrarheiði. Óveður og snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði, óveður á Klettshálsi og Hálfdáni, hálkublettir eru á fjallvegum, snjóþekja í Ísafjarðardjúpi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Norðvesturlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði, Hálka og óveður á Siglufjarðarvegi og hálkublettir á Þverárfjalli, óveður er í Blönduhlíð aðrar leiðir eru greiðfærar. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur á flest öllum leiðum, snjóþekja og éljagangur frá Kópaskeri í Þórshöfn.

Á Austurlandi er þungfært um Fjarðarheiði, hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum, snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja í Fagradal, Oddsskarði og með ströndinni í Höfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert