Allt bendir til íkveikju

Skemmdir á skemmtistaðnum Batterí eru miklar, og húsið gjörónýtt.
Skemmdir á skemmtistaðnum Batterí eru miklar, og húsið gjörónýtt. Morgunblaðið/Júlíus

Talið er að kveikt hafi verið í skemmtistaðnum Batteríinu við Hafnarstræti sem brann í gær. Samkvæmt heimildum mbl.is hafa fundist leifar af eldhvetjandi efni á staðnum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig um rannsókn á brunanum og sagði að niðurstöður tæknideildar lögreglunnar lægju ekki fyrir.

Eldurinn kom upp á annarri hæð hússins. Húsið er stórskemmt og líklega ónýtt. Lögreglan hefur í dag og í gær rannsakað brunann í þeim tilgangi að reyna að finna út mögulega orsök brunans. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir, en allt virðist benda til íkveikju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert