VG félög álykta um nektardans


Stjórn VG í  Kópavogi og stjórn Ungra vinstri grænna hafa sent frá sér fréttatilkynningar um að stjórnirnar fagni því að frumvarp um bann við nektardansi hafi verið samþykkt á Alþingi.

Ályktun stjórnar VG í Kópavogi.

„Stjórn VG í Kópavogi fagnar breytingu á lögum um rekstur veitingahúsa sem banna nektardans í eitt skipti fyrir öll. VG í Kópavogi hefur lengi barist fyrir því að slík starfsemi eigi ekki skjól í bænum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að þessum stóra áfanga í mannréttindarmálum á Íslandi hafi verið náð.“

Fréttatilkynning frá stjórn Ungra vinstri grænna

„Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að nú hafi verið samþykkt  lög á Alþingi  sem kveða á um bann við því að fyrirtæki geri út á nektardans eða nekt starfsmanna sinna að öðru leyti. Stjórn Ungra vinstri grænna telur löngu tímabært að frumvarpið sem ítrekað hefur verið lagt fram hafi loks verið samþykkt. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sterk tengsl eru á milli starfsemi nektarstaða og mansals, kynferðislegs ofbeldis og fíkniefnaneyslu. Það felast einnig mikilvæg skilaboð í lögum sem þessum. Það er ekki í lagi að kaupa sér aðgang að líkama annarrar manneskju. Manneskja er ekki markaðsvara! “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert