Sumaráætlun Herjólfs birt

Landeyjahöfn er í byggingu.
Landeyjahöfn er í byggingu.

Eimskip hefur birt sumaráætlun Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar en samkvæmt henni verða fjórar ferðir farnar milli lands og eyja á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum og fimm ferðir á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

Almennt fargjald án afsláttar verður 1000 krónur fyrir manninn og 1500 krónur fyrir fólksbíla.

Áætlunin gildir fyrir tímabilið 1. júlí til 31. ágúst og verða farnar 32 ferðir á viku á þessu tímabili.  Í miðri viku er fyrsta ferðin 7:30 frá Eyjum, svo 10:30, 17 og 20 en frá Landeyjahöfn klukkan 9, 12:30, 18:30 og 21:20.  Fimmtudaga og föstudaga bætist ein ferð við sem farin verður klukkan 14 frá Eyjum og 15:30 frá Landeyjahöfn.

Laugardaga og sunnudaga verður fyrsta ferðin farin klukkan 9 frá Vestmannaeyjum og síðan klukkan 12, 15, 18 og 21. Frá Landeyjum verður siglt klukkan 10:30, 13:30, 16:30, 19:30 og 22:30.

Fargjöld án afsláttar eru þannig að fullorðnir greiða 1000 krónur, börn 12-15 ára og ellilífeyrisþegar og öryrkjar greiða 500 krónur.Fyrir fólksbíl styttri en 5 metrar er gjaldið 1500 krónur en 2000 krónur fyrir bíla sem eru lengri en 5 metrar. 

Gert er ráð fyrir því að hægt verði að byrja bóka í samræmi við sumaráætlun 20. apríl en afsláttakjör og Þjóðhátíðaráætlun verða auglýst síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert