Norðurlönd ágirnast íslenska lækna

Kreppan setur mark sitt á mannahald á Landspítala. Læknar hætta og flytjast úr landi. Þetta kemur fram á fundi Læknaráðs Landspítala á Landspítalanum sem stendur nú yfir. Hann ber yfirskriftina Mönnun lækna – læknaskortur.

Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, segir langalgengast að aðeins einn læknir sæki um hverja stöðu – jafnvel enginn. Þannig hafi staðan einnig verið fyrir kreppu. Staðan geti orði sú að innan ekki langs tíma verði læknar of fáir á spítalanum.

Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, velti því fyrir sér hvort læknaskortur verði á Íslandi. „Samkvæmt lögum verða félagar í læknafélagi  Íslands að taka laun samkvæmt kjarasamningi.“ Fátítt sé að læknar sem komi úr sérfræðinámi fari beint í sjálfstæðan rekstur.

„Þrátt fyrir það að við séum með hlutfallslega sambærilegan fjölda lækna hér á við Norðurlöndin hafa þeir skilgreint læknaskort í sínum löndum. Hingað hafa komið sendinefndir og reynt að fá Læknafélagið til að hafa milligöngu um að útvega lækna á Norðurlöndunum,“ segir hún. Félagið hafi ekki aðstoðað við slíkt.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert