DV: Leyniskýrslur sendiráðs Bandaríkjanna

Sverrir Vilhelmsson

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum, starfaði með þarlendum stjórnarerindrekum við að gera lítið úr umræðunni um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA í íslenskri lofthelgi. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið segist hafa undir höndum leynilegar skýrslu um Albert, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Leyniskýrslurnar verða gerðar opinberar á vef Wikileaks síðar í dag. Þær eru unnar af starfsmönnum bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum DV er efni skýrslnanna ætlað sem undirbúningur bandarískra embættismanna fyrir fundi með þeim sem þar er um fjallað.

Í leyniskýrslunni um Albert eru persónueiginleikar hans raktir og kemur þar meðal annars fram að Albert sé mjög hliðhollur Bandaríkjamönnum og hafi verið í nánu samneyti við starfsmenn bandaríska sendiráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert